Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið 22. júní 2006 19:00 Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega. Erlent Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega.
Erlent Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira