Björgólfur Thor Björgólfsson er númer 350 á lista yfir ríkustu menn veraldar sem Forbes viðskiptatímaritið birtir. Eignir Björgólfs eru metnar á 2,2 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur tæpum 140 miljörðum króna.
Hann færst upp um heil 138 sæti síðan á síðasta ári. Fjöldi þeirra sem eiga meira en einn milljarð dollara hefur aldrei verið meiri og nú komast rétt tæplega 800 manns í þann hóp.
Tólfta árið í röð er Bill Gates ríkasti maður veraldar og eru eignir hans metnar á um 50 milljarða dollara, sem eru röskir 3000 milljarðar króna.