Innlent

20 prósenta hækkun frá áramótum

Hannes Smárason, helsti hluthafi í FL Group, á síðasta aðalfundi félagsins.
Hannes Smárason, helsti hluthafi í FL Group, á síðasta aðalfundi félagsins.

Hlutabréf í Íslandsbanka og FL Group hafa hækkað um tuttugu prósent á þeim sextán dögum sem eru liðnir frá áramótum. Verðmæti Íslandsbanka eins og sér fer nú nærri að vera sama og áætluð útgjöld ríkissjóðs í ár samkvæmt fjárlögum.

Hækkunin frá áramótum er svo mikið að fjárfestir sem hefði keypt bréf í öðru hvoru félaginu fyrir eina milljón króna þegar markaðir opnuðu að morgni dags 3. janúar gæti selt þau nú með tvö hundruð þúsund króna hagnaði. Að frádregnum fjármagnstekjuskatti og þóknunum til bankanna gæti viðkomandi búist við að fá hundrað og sextíu til hundrað og sjötíu þúsund krónur í vasann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×