Enski boltinn

Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford

Cristiano Ronaldo á æfingu ásam félögum sínum í Manchester United.
Cristiano Ronaldo á æfingu ásam félögum sínum í Manchester United. MYND/AP

Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni.

"Ég sagði það að ég þyrfti kannski að fara," sagði Ronaldo. "Eftir að hafa farið yfir mín mál með umboðsmanni mínum og Alex Ferguson, ´tók ég yfirvegaða ákvörðun um að vera áfram."

"Ég held að það hafi verið það eina rétta í stöðunni, maður segir ýmislegt sem maður meinar ekki í hita leiksins."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×