Innlent

Stjörnu-Oddi hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár

Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir árið 2006 voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Stjörnu-Oddi verðlaunin en það vinnur að þróun og framleiðslu á mælitækjum sem eru það lítil að og handhæg að hægt er að setja þau á fiska. Stjörnu-Oddi var stofnað árið 1985, og þá sem ráðgjafarfélag, en þegar stofnendurnir, hjónin Sigmar Guðbjörnsson og Jóhanna Ástvaldsdóttir, fluttu til Íslands fyrir fjórtán árum hófst núverandi starfsemi félagsins. Vörur Stjörnu-Odda hafa verið fluttar til 45 landa og var velta fyrirtækisins árið 2004 rúmlega hundrað milljónir króna þar sem tæplega níutíu prósent teknanna komu erlendis frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×