Ísland situr í níunda sæti 9. september 2006 03:30 Birgir Tjörvi Pétursson Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt. Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt.
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira