
Innlent
Vegleg gjöf

Forsætisráðherra afhenti Hóladómkirkju á Hólahátíð í dag rita- og bókasafn sr. Ragnars Fjalars Lárussonar prófasts til varðveislu og sýningar. Þetta er gjöf íslenska ríkisins í tilefni af 900 ára afmæli biskupsstóls og skóla að Hólum í Hjaltadal. Í safninu eru 486 guðfræðirit auk ýmissa annarra merkra rita og bóka, margar hverjar prentaðar í Hólaprentsmiðju við upphaf prentlistar á Íslandi.