Raddir geðsjúkra heyrist 25. ágúst 2006 07:15 Birgir Páll Hjartarson „Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk. Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira