Flýr Interpol til Brasilíu 25. ágúst 2006 07:45 Davíð Garðarsson Flúði land áður en hann hóf afplánun tæplega þriggja ára dóms vegna nauðgunar og dvelur nú samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brasilíu ásamt öðrum íslenskum einstaklingi með langa sakaskrá. Mynd/Þök Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur. Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur.
Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira