Vopnahlé óþarft 29. júlí 2006 19:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili. Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili.
Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira