Valdarán virðist í uppsiglingu 4. desember 2006 19:30 Frank Bainimarama, herforingi, á blaðamannafundi í Suva, höfuðborg Fiji-eyja, í dag. MYND/AP Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. Herinn hefur sett upp vegatálma víðsvegar í Suva, höfuðborg Fiji-eyja. Talið er að Frank Bainimarama, herforingi, ætli að ræna völdum líkt og hann hefur hótað segi Laisenia Qarase, forsætisráðherra ekki af sér. Bainimarama vildi þó ekki staðfesta í dag að valdarán væri á næsta leiti og sagði vopn haldlögð til að tryggja öryggi viðbragðssveitarmanna. Hann vildi einnig tryggja að vopn sveitanna yrðu ekki notuð gegn hermönnum. Þegar fréttamaður spurði Bainimarama hver stjórnaði landinu sagðist hann ekki hafa neitt um það að segja á þeirri stundu og fór af blaðamannafundi sínum. Bainimarama og Qarase hafa eldað grátt silfur síðustu mánuði, eða allt frá því forsætisráðherrann ákvað að náða þá menn sem rændu völdum á eyjunum fyrir sex árum. Qarase var hvergi banginn þegar fréttamenn ræddu við hann snemma í morgun. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér. Hann ætlaði að berjast fyrir lýðræði í landinu sem hann og ráðherrar í ríkisstjórn vildu verja. Ef völdum verður rænt á Fiji-eyjum á næstu dögum verður það í fjórða sinn á nítján árum. Um níu hundruð þúsund manns búa þar en þjóðin er ein sú ríkasta og þróaðasta í Kyrrahafi. Þangað koma um fjögur hundruð þúsund ferðamenn árlega. Erlent Fréttir Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum. Herinn hefur sett upp vegatálma víðsvegar í Suva, höfuðborg Fiji-eyja. Talið er að Frank Bainimarama, herforingi, ætli að ræna völdum líkt og hann hefur hótað segi Laisenia Qarase, forsætisráðherra ekki af sér. Bainimarama vildi þó ekki staðfesta í dag að valdarán væri á næsta leiti og sagði vopn haldlögð til að tryggja öryggi viðbragðssveitarmanna. Hann vildi einnig tryggja að vopn sveitanna yrðu ekki notuð gegn hermönnum. Þegar fréttamaður spurði Bainimarama hver stjórnaði landinu sagðist hann ekki hafa neitt um það að segja á þeirri stundu og fór af blaðamannafundi sínum. Bainimarama og Qarase hafa eldað grátt silfur síðustu mánuði, eða allt frá því forsætisráðherrann ákvað að náða þá menn sem rændu völdum á eyjunum fyrir sex árum. Qarase var hvergi banginn þegar fréttamenn ræddu við hann snemma í morgun. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér. Hann ætlaði að berjast fyrir lýðræði í landinu sem hann og ráðherrar í ríkisstjórn vildu verja. Ef völdum verður rænt á Fiji-eyjum á næstu dögum verður það í fjórða sinn á nítján árum. Um níu hundruð þúsund manns búa þar en þjóðin er ein sú ríkasta og þróaðasta í Kyrrahafi. Þangað koma um fjögur hundruð þúsund ferðamenn árlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira