Landsvirkjun vill öll vatnsréttindi í ánni 10. nóvember 2006 02:30 Vatnsréttindi við Jökulsá á Dal. Vatnsrétthafar árinnar telja að Landsvirkjun vilji nú fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi hennar, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu. Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs. Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs.
Innlent Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira