Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt 24. ágúst 2006 12:02 Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding. Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira