Kveðst ekki geta tjáð sig 24. ágúst 2006 07:30 Nesjavellir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill takmarka fjölda og umfang þeirra svæða sem lögð eru undir jarðvarmavirkjanir. Iðnaðarráðherra segir óviðeigandi að tjá sig um nýtingu svæða á Reykjanesi á meðan afgreiðsla rannsóknaleyfa stendur yfir. MYND/GVA „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“ Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
„Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöllum og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæðin að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæðum en minnir jafnframt á mikilvægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stigið til jarðar áður en rannsóknaleyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsóknaleyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rannsóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frekar ástæðu til að flýta rannsóknaverkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinnum meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið gerlegt“. Jón segir að af hálfu ráðuneytisins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverfisstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteinsfjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórnsýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það liggur fyrir. Fyrst þarf að semja frumvarp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“
Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira