Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma 24. ágúst 2006 08:00 Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins. Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum. Abraham, sem búið hefur á Íslandi frá 1990 og er íslenskur ríkisborgari, lenti í Tel Avív klukkan fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, meðal annars veikan föður. Við komuna til Tel Avív beið lögregla eftir honum, færði hann til yfirheyrslu og tók af honum farsíma hans. Fyrstu tvær klukkustundirnar fékk hann ekkert að vita hvers vegna hann var í haldi. Þeir gerðu athugasemdir við nafn Abrahams, þar sem skírnarnafn hans er Ibrahim, en honum var gert að taka upp íslenskt nafn þegar hann fékk íslenskt ríkisfang. Þá er fæðingarstaður hans skráður Jerúsalem í vegabréfinu, þar sem hann mátti ekki skrá óviðurkennda ríkið Palestínu sem fæðingarstað sinn, en það taka Ísraelar ekki gilt. Að loknum 10 tímum var Abraham fylgt í flugvél sem flutti hann aftur til London. Þaðan flaug hann til Íslands í gærkvöldi. Díana Allansdóttir, eiginkona hans, segir Abraham ábyggilega ætla að reyna að komast aftur út. Ég held að það sé engin spurning. Hann á föður þarna sem er veikur og hann á níu systkini og það eru allir mjög spenntir að sjá hann og ætluðu að koma að sækja hann upp á flugvöll. Ætlunin var að við færum öll en svo ákváðum við út af ástandinu að hann færi einn, sem betur fer. Díana segir það ólöglegt að ógilda vegabréf, sem eru eign íslenska ríkisins, og taka það af handahafa þess. Hún segir að líklega verði haft samband við ísraelsk yfirvöld vegna málsins.
Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira