Erlent

Óttast að 400 hafi látist á Filippseyjum vegna fellibyljar

Óttast er að allt að fjögur hundruð manns hafi látið lífið þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gærkvöld. Vindhraði fór upp í 62 metra á sekúndu enda rifnuðu tré upp með rótum og hús fuku um koll. Flestir sem létust urðu undir miklum aur- og öskuskriðum í hlíðum eldfjallsins Mayon en minniháttar gos varð í því í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Rauða krossins á svæðinu segir að 75 manns sé ennþá saknað. Durian er nú kominn inn á sunnanvert Kínahaf og er búist við að hann gangi á land í Víetnam um helgina en þá á mesti krafturinn að vera farinn úr honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×