Erlent

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja fyrir

Hallgrímur Helgason með Rokland, sem er tilnefnd
Hallgrímur Helgason með Rokland, sem er tilnefnd

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja nú fyrir. Fulltrúar landanna í dómnefnd hafa tilnefnt 12 bækur eftir norræna höfunda. Í ár eru tilnefnd verk bæði frá Færeyjum og málsvæði Sama. Engar tilnefningar bárust frá Grænlandi. Handhafi Bókmenntaverðlaunanna 2007 verður valinn á fundi dómnefndarinnar á Íslandi í byrjun mars. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum og verða afhent á 59. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður um mánaðamótin október/nóvember 2007.

Eftirfarandi verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2007 af fulltrúum landanna í dómnefnd.

Danmörk

Morten Søndergaard: Et skridt i den rigtige retning, Ljóð, Borgens Forlag 2005 og Kirsten Thorup: Førkrigstid, Skáldsaga, Forlaget Gyldendal 2006

Finnland

Eva-Stina Byggmästar: Ä;lvdrottningen, Ljóð, Söderströms 2006 og Markku Paasonen: Lauluja mereen uponneista kaupungeista (Söngvar um sokkna staði) Prósaljóð, Teos 2005

Ísland

Hallgrímur Helgason: Rokland (Stormland) Skáldsaga, Mál og menning 2005 og Jón Kalman Stefánsson: Sumarljós, og svo kemur nóttin

Skáldsaga, Bjartur 2005

Noregur

Tomas Espedal: Gå. Eller kunsten å leve et vilt og poetiskt liv, Skáldsaga, Gyldendal 2006 og Jan Jakob Tønseth: Von Aschenbachs fristelse, Smásögur, Cappelen 2006

Svíþjóð

Ann Jäderlund: I en cylinder i vattnet av vattengråt, Ljóðasafn, Albert Bonniers Förlag 2006 og Sara Stridsberg: Drömfakulteten, Skáldsaga, Albert Bonniers Förlag 2006

Færeyjar

Carl Jóhan Jensen: Ó - søgur um djevulsskap, Skáldsaga, Forlagið Sprotin 2005

Grænland,

Engin verk tilnefnd

Samíska málsvæðið

Sigbjørn Skåden: Skuovvadeddjiid gonagas, Ljóðasafn, Skániid girjie 2004

Sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2006 fyrir ljóðabókina ''Oceanen'' eða Úthafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×