Erlent

Leifar af geislavirku efni hafa fundist á 12 stöðum

Flugvélin í Moskvu sem verið er að skoða í tengslum við hugsanlega geislun.
Flugvélin í Moskvu sem verið er að skoða í tengslum við hugsanlega geislun. MYND/AP

Leifar af geislavirku efni hafa fundist á tólf stöðum í Bretlandi og þá er verið að kanna 24 staði til viðbótar. Þetta segir John Reid innanríkisráðherra Bretlands.

Bresk yfirvöld hófur rannsókn á láti rússneska njósnarans fyrrverandi, Alexanders Litvinenkos, á dögunum og hefur eftirgrennslan þeirra meðal annars leitt í ljós að leifar af geislavirku efni hafa fundist í tveimur flugvélum British Airways af gerðinni Boeing 767. Þá eru sérfræðingar að skoða þriðju vélina sem er í Moskvu, en grunur er um að leifar af efninu gætu fundist í henni. Breska flugfélagið British Airways reynir nú að ná sambandi við 33 þúsund farþega og þrjú þúsund starsmenn í tengslum við fundinn.

Reid greindi enn fremur frá því að um 1700 manns hefðu haft samband við heilbrigðisyfirvöld vegna ótta við að hafa orðið fyrir geislun og hefur tæplega 70 manns verið vísað til Heilsuverndarstofnunar Bretlands í varúðuarskyni. Átján þeirra hafa verið sendir til frekari rannsókna á sérstökum rannsóknarstofum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×