Einn af hverjum 32 Bandaríkjamönnum var annaðhvort í fangelsi, á reynslulausn eða á skilorði, í lok síðasta árs, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Langtum fleiri karlmenn eru í fangelsi en konur, en konum fjölgar hinsvegar hraðar en karlmönnum. Á síðasta ári fjölgaði konum í fangelsum um 2,6 prósent, en karlmönnum um 1,9 prósent.