Enski boltinn

Mega ekki ræða við Wise

Dnnis Wse þtti skrautlegur leikmaður og er nú framkvæmdastjóri Swindon.
Dnnis Wse þtti skrautlegur leikmaður og er nú framkvæmdastjóri Swindon.

Enska knattspyrnufélagið Leeds United á sér marga aðdáendur á Íslandi en það hefur verið framkvæmdastjóra laust frá því í september. Leeds fékk á dögunum samþykki frá Swindon til að ræða við Dennis Wise, framkvæmdastjóra Swindon, um hugsanlega ráðningu hans til félagsins en í gær dró Swindon það samþykki til baka og hefur meinað Leeds að ræða við Wise.

„Swindon gaf Leeds leyfi til að ræða bæði við Dennis Wise og aðstoðarmann hans, Gus Poyet, en tók það þó skýrt fram að ekkert yrði af viðskiptunum nema Leeds væri til í að borga sanngjarnt verð fyrir þá félaga. Því miður hafa félögin ekki komist að samkomulagi um verðið og því hefur Swindon dregið leyfið til baka," sagði í yfirlýsingu frá Swindon í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×