Íslandssafn í Sognafirði 27. ágúst 2006 09:00 Ásgeir Ásgeirsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira