Óttast árásir á Bandaríkin 10. september 2006 19:30 Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira