Klinsmann að taka við bandaríska landsliðinu

Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann verður ráðinn landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu á næstu dögum og verður það tilkynnt formlega í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Bandaríkjunum í gær, en Klinsmann hefur verið orðaður við bandaríska liðið allar götur síðan hann hætti með landslið Þjóðverja eftir frábært HM í sumar. Klinsmann býr í Bandaríkjunum.