Elsti kjósandinn er 108 ára 26. maí 2006 18:06 MYND/Einar Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira