Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár 5. september 2006 08:00 Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins. Innlent Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins.
Innlent Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira