Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð 5. september 2006 07:30 heimilisofbeldi Konur, sem í langflestum tilfellum eru fórnarlömb heimilisofbeldis, eiga oftar en ekki í erfiðleikum með að komast út úr vítahring ofbeldis. MYND/getty Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“ Innlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“
Innlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira