Michael Jackson lenti í Las Vegas seint á laugardagskvöldið til þess að hefja endurkomu sína á sviði og í tónlist. Mun Jackson halda úti sýningu í ætt við þær sem Celine Dion, Wayne Newton og Britney Spears. Michael Jackson hefur undanfarið búið í Bahrain og Írlandi eftir að hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á ungum drengjum.
Jackson hefur átt tugi laga sem komist hafa á topp vinsældalista víða um heim en það eru um tíu ár síðan slíkt gerðist síðast. Hann hefur ekki farið á tónleikaferðalag síðan um miðjan tíunda áratuginn.
Vefsíðan reviewjournal.com skýrir frá þessu.