
Innlent
Eldur í Hampiðjunni

Enn á ný þurfti slökkviliðið í Reykjavík að slökkva eld í Hampiðjuhúsinu í gærkvöld. Tilkynnt var um eld í húsinu rétt fyrir klukkan átta en að þessu sinni var um lítinn eld að ræða. Kveiktur var eldur í húsinu í tvígang í fyrradag. Rannsóknardeild lögreglunnar rannsakar þessa endurteknu íkveikjur.