Erlent

Flugöryggi á Kastrup rannsakað

Flugvél Iceland Express á Kastrup. Ekki er vitað til þess að íslenskar flugvélar hafi verið nærri stórslysum.
Flugvél Iceland Express á Kastrup. Ekki er vitað til þess að íslenskar flugvélar hafi verið nærri stórslysum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Tvö nýleg atvik á Kastrup-flugvelli sem næstum því enduðu með flugslysi eru kveikjan að rannsókn á flugstjórn og rekstri flugvallarins. Flugumferðareftirlitið danska mun fara ofan í saumana á flugvellinum. Síðan í september hefur tvisvar munað 15 metrum eða minna að tvær farþegavélar rækjust saman.

8. nóvember var flugvél frá SAS að koma inn til lendingar og var í 100 metra hæð þegar flugmennirnir sáu aðra flugvél sem var komin hálf inn á brautina í veg fyrir hina. Flugmönnum SAS tókst að fljúga yfir hina vélina og lenda innar á brautinni en aðeins munaði 5-15 metrum.

Fyrra atvikið varð þann 11.september þegar flugvél frá Cimber keyrði í veg fyrir Sterling-flugvél sem var að koma inn til lendingar. Þar munaði aðeins 10 metrum á að vélarnar rækjust saman.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×