Erlent

Kostnaðurinn gæti orðið meira en þúsund milljarðar Bandaríkjadala

Frá blaðamannafundi Íraksnefndarinnar. Formenn nefndarinnar sitja Bandaríkjaforseta hvor til sinnar handarinnar, Hamilton er vinstra megin á myndinni og Baker til hægri.
Frá blaðamannafundi Íraksnefndarinnar. Formenn nefndarinnar sitja Bandaríkjaforseta hvor til sinnar handarinnar, Hamilton er vinstra megin á myndinni og Baker til hægri. MYND/AP

Lee Hamilton, annar formanna rannsóknarnefndar um Írak, sagðist í dag búast við því að kostnaðurinn við Íraksstríðið gæti vel flogið upp fyrir þúsund milljarða Bandaríkjadala, sem er jafnvirði um 69.000.000.000.000 íslenskra króna. Hinn formaðurinn, John Baker segir stefnubreytingar þörf.

Formennirnir kynntu niðurstöður nefndarinnar á blaðamannafundi í dag. Hamilton sagði þar að kostir Bandaríkjamanna væru hverfandi. "Núverandi aðferð virkar ekki og geta Bandaríkjanna til að hafa áhrif á gang mála fer hríðminnkandi ... Engin aðgerðaáætlun í Írak getur gulltryggt að ástandið leysist ekki upp í algjöra ringulreið. Að okkar mati hafa hins vegar ekki allar leiðir verið fullreyndar."

Niðurstöður nefndarinnar eru á þá leið að Bandaríkjamenn hverfi frá hatrömmustu víglínunum í Írak og leggi þess í stað meiri áherslu á aðstoð við þjálfun íraskra öryggissveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×