Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk 17. nóvember 2006 06:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslyndra MYND/pjetur Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu." Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu."
Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira