Hæstiréttur staðfesti í gær dóm yfir rúmlega tvítugum manni vegna nauðgunar. Hann hafði áður verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn hafði í mars síðastliðnum samræði eða annars konar kynferðismök við konu en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegnar ölvunar og svefndrunga. Atburðurinn átti sér stað á heimili mannsins.
Auk fangelsisvistarinnar var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu 600.000 krónur auk dráttarvaxta í skaðabætur.