Aðstoð við sveitir landsins aukin 15. nóvember 2006 06:30 „Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vettvangi langt inni í skógum Mósambík og verða vitni að því hvernig þróunarverkefni hefur sig til flugs," segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráðstöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluathöfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna. Innlent Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
„Þetta var afar athyglisverð ferð og það var einstaklega ánægjulegt að kynnast starfsemi og verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík," segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, en hún kynnti sér á dögunum starfsemi ÞSSÍ í Mósambík. Sigríður Dúna segir að ekki hafi síður verið fróðlegt að kynnast landi og þjóð og henni sé sérlega minnisstæð ferð norður til Inhambane. „Í Inhambane gafst okkur færi á að kynnast aðstæðum á vettvangi langt inni í skógum Mósambík og verða vitni að því hvernig þróunarverkefni hefur sig til flugs," segir Sigríður Dúna. Að sögn Mörtu Einarsdóttur, verkefnisstjóra ÞSSÍ í Mósambík, er stefna ríkisstjórnar landsins að auka aðstoð við sveitir landsins og leggja áherslu á landbúnað en 70 prósent landsmanna búa í sveitum og hafa einkum lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Markmið kvenna- og félagsmálaráðuneytisins er að aðstoða konur og aðra hópa sem eiga um sárt að binda við að auka landbúnaðarframleiðslu og ráðstöfunartekjur. Marta segir að verkefnið í Inhambane snúi því einkum að ekkjum, einstæðum mæðrum og fjölskyldum með munaðarlaus börn á framfæri. Í tilefni af komu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra og starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar til Guissembe voru grasrótarsamtökin formlega stofnuð með hátíðardagskrá, dansi, ræðuhöldum og vígsluathöfn. Allir þorpsbúar tóku þátt í dagskránni og sýndu einstaka gestrisni að hætti heimamanna.
Innlent Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira