Byrgið ætlar í meiðyrðamál 18. desember 2006 17:00 MYND/Gunnar Forsvarsmenn meðferðarheimilisins Byrgisins ætla að höfða meiðyrðamál fyrir dómstólum gegn Stöð 2 vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kompás í gærkvöldi um Guðmund Jónsson, forstöðumann heimilisins. Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að hann myndi væntanlega á morgun leggja fram kæru á stöðina fyrir hönd stjórnar Byrgisins. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og læknir meðferðarheimilisins Byrgisins, segir þær ásakanir sem komu fram á hendur forstöðumanni þess, Guðmundi Jónssyni í þættinum Kompás í gær, vera reiðarslag. En umfjöllun þáttarins um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi. Hann segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug. Það kom fram í þættinum, Guðmundur Jónsson hefði samkvæmt fjölda vitna ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið röskar 200 milljónir króna í opinbera styrki síðustu ár og verið með þjónustusamning við Fangelsismálastofnun um meðferð fanga. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að sannleiksgildi ásakananna í gærkvöldi verði kannað og í kjölfarið tekin ákvörðun um framhald samningsins. Ríkið keypti húsnæðið að Efri- Brú undir starfsemina á 118 milljónir. Eftir því sem næst verður komist er ekkert opinbert eftirlit með faglegri starfsemi Byrgisins. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar (þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni) taldi þörf á að senda frá sér yfirlýsingu í dag til að fyrirbyggja, að honumn verði ruglað saman við forstöðumann Byrgisins, Guðmund Jónsson. Yfirslýsingin er eftirfarandi: "Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss í gærkvöldi um ásakanir um meinta hegðun forstöðumanns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar, telur Götusmiðjan brýna nauðsyn að leiðrétta þann misskilning að ekki er um Götusmiðjuna að ræða né heldur forstöðumann hennar, Guðmund Tý Þórarinsson. Í gegnum tíðina virðist þessum tveim fyrirtækjum, Götusmiðjunni og Byrginu, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna né forstöðumanna þeirra, Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Týs Þórarinssonar. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða undirritaðs um meint brot eða hegðun Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins." Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Forsvarsmenn meðferðarheimilisins Byrgisins ætla að höfða meiðyrðamál fyrir dómstólum gegn Stöð 2 vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kompás í gærkvöldi um Guðmund Jónsson, forstöðumann heimilisins. Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að hann myndi væntanlega á morgun leggja fram kæru á stöðina fyrir hönd stjórnar Byrgisins. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og læknir meðferðarheimilisins Byrgisins, segir þær ásakanir sem komu fram á hendur forstöðumanni þess, Guðmundi Jónssyni í þættinum Kompás í gær, vera reiðarslag. En umfjöllun þáttarins um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi. Hann segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug. Það kom fram í þættinum, Guðmundur Jónsson hefði samkvæmt fjölda vitna ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið röskar 200 milljónir króna í opinbera styrki síðustu ár og verið með þjónustusamning við Fangelsismálastofnun um meðferð fanga. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að sannleiksgildi ásakananna í gærkvöldi verði kannað og í kjölfarið tekin ákvörðun um framhald samningsins. Ríkið keypti húsnæðið að Efri- Brú undir starfsemina á 118 milljónir. Eftir því sem næst verður komist er ekkert opinbert eftirlit með faglegri starfsemi Byrgisins. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar (þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni) taldi þörf á að senda frá sér yfirlýsingu í dag til að fyrirbyggja, að honumn verði ruglað saman við forstöðumann Byrgisins, Guðmund Jónsson. Yfirslýsingin er eftirfarandi: "Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss í gærkvöldi um ásakanir um meinta hegðun forstöðumanns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar, telur Götusmiðjan brýna nauðsyn að leiðrétta þann misskilning að ekki er um Götusmiðjuna að ræða né heldur forstöðumann hennar, Guðmund Tý Þórarinsson. Í gegnum tíðina virðist þessum tveim fyrirtækjum, Götusmiðjunni og Byrginu, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna né forstöðumanna þeirra, Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Týs Þórarinssonar. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða undirritaðs um meint brot eða hegðun Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins."
Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira