Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu 31. ágúst 2006 12:00 MYND/Pjetur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira