Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu 31. ágúst 2006 12:00 MYND/Pjetur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira