Ákvörðun Bandaríkjamanna þarf ekki að koma á óvart 16. mars 2006 13:00 Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi. Veturinn 2002 - 2003 fór íslenska ríkisstjórnin þess á leit við Bandaríkjastjórn að viðræður sem þá voru fyrirhugaðar um bókun við varnarsamninginn yrði frestað fram yfir þingkosningarnar um vorið. Tekið var vel í þá málaleitan enda höfðu Bandaríkjamenn þá frestað viðræðunum nokkuð lengi, fyrst vegna forsetaskipta og síðan hryðjuverkaárásanna 2001. Það kom því íslensku ríkisstjórninni algerlega í opna skjöldu þegar James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, fór á fund Davíðs Oddssonar þann 2. maí, aðeins átta dögum fyrir kosningar, og tilkynnti honum að búið væri að ákveða að flytja herþoturnar á Keflavíkurflugvelli annað og það yrði gert annan júní. Eftir fundinn með Gadsden leituðu íslensk stjórnvöld liðsinnis Robertsons lávarðar sem þá var framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins. Fyrir hans tilstilli tókst að ná eyrum Bush, Bandaríkjaforseta og Powells, þáverandi utanríkisráðherra. Bush og Davíð skiptust á bréfum í júní vegna málsins og síðan fóru fram viðræður þar sem meðal annars kom fram að Bandaríkjaforseti vildi að Íslendingar tækju aukinn þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöllinn. Síðan þá hafa viðræður verið stopular en í febrúar síðastliðnum átti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Þar kynntu Íslendingar það útspil sitt að þeir gætu tekið við rekstri þyrlusveitar varnarliðsins. Það má því segja að fréttir dagsins komi á óvart í ljós Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi. Veturinn 2002 - 2003 fór íslenska ríkisstjórnin þess á leit við Bandaríkjastjórn að viðræður sem þá voru fyrirhugaðar um bókun við varnarsamninginn yrði frestað fram yfir þingkosningarnar um vorið. Tekið var vel í þá málaleitan enda höfðu Bandaríkjamenn þá frestað viðræðunum nokkuð lengi, fyrst vegna forsetaskipta og síðan hryðjuverkaárásanna 2001. Það kom því íslensku ríkisstjórninni algerlega í opna skjöldu þegar James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, fór á fund Davíðs Oddssonar þann 2. maí, aðeins átta dögum fyrir kosningar, og tilkynnti honum að búið væri að ákveða að flytja herþoturnar á Keflavíkurflugvelli annað og það yrði gert annan júní. Eftir fundinn með Gadsden leituðu íslensk stjórnvöld liðsinnis Robertsons lávarðar sem þá var framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins. Fyrir hans tilstilli tókst að ná eyrum Bush, Bandaríkjaforseta og Powells, þáverandi utanríkisráðherra. Bush og Davíð skiptust á bréfum í júní vegna málsins og síðan fóru fram viðræður þar sem meðal annars kom fram að Bandaríkjaforseti vildi að Íslendingar tækju aukinn þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöllinn. Síðan þá hafa viðræður verið stopular en í febrúar síðastliðnum átti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Þar kynntu Íslendingar það útspil sitt að þeir gætu tekið við rekstri þyrlusveitar varnarliðsins. Það má því segja að fréttir dagsins komi á óvart í ljós
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira