Real Madrid sigraði í risaslagnum 23. október 2006 13:00 sætur sigur Real Madrid vann sætan sigur á Barcelona í gær en hér má sjá Guti horfa á þegar Robinho faðmar gulldrenginn Raul að sér. MYND/nordic photos/afp Það var sannkallaður risaslagur í spænska boltanum í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona og bar sigur úr býtum, 2-0, í skemmtilegum knattspyrnuleik. Madrídingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Santiago Bernabéu en þeir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar gulldrengurinn Raul skoraði. Hitt markið kom þegar sex mínútur voru búnar af seinni hálfleik en þá var það hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem náði að skora eftir sendingu frá brasilíska leikmanninum Robinho sem átti stórleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga í deildinni á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er Real Madrid aðeins tveimur stigum á eftir þeim. Eiður Smári Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Barcelona og fékk hann dauðafæri til að jafna metin eftir fyrsta mark heimamanna. Lionel Messi renndi þá boltanum á Eið sem var í draumafæri sóknarmannsins en hitti ekki rammann og skot hans framhjá. Real Madrid byrjaði leikinn mun betur og Raul átti sláarskot snemma leiks. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Barcelona að komast inn í leikinn og var betra liðið fram að hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins fékk það síðan blauta tusku í andlitið þegar Nistelrooy bætti öðru marki við fyrir Madrídinga og brekkan orðin ansi brött fyrir gestina. Eiður var tekinn af leikvelli þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Argentínumaðurinn Javier Saviola kom inn á fyrir hann. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fékk Messi gott færi til að minnka muninn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Strax á eftir fengu heimamenn færi hinumegin en þá varði Victor Valdez vel frá Nistelrooy. Sá hollenski lét lítið á sér bera í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var hann nánast allt í öllu í sóknarleik Real liðsins. Góð tíðindi fyrir liðið að hann sé að hrökkva í gang eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu. David Beckham kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins viðurkenndi það í viðtali í gær að vera orðinn frekar pirraður á bekkjarsetunni hjá Real Madrid. Beckham var sparkað úr enska landsliðshópnum þegar Steve McClaren tók við liðinu og hefur lítið fengið að spila hjá Real síðan Fabio Capello tók við stjórnartaumunum. Það fer virkilega í taugarnar á mér sem fótboltamanni að vera hvorki að spila fyrir þjóð mína né félagslið. Ég vil ekki enda minn feril sem varamaður, sagði Beckham en þrátt fyrir að vera geymdur á varamannabekknum er hann að ræða við Real Madrid um nýjan samning. Þetta er annar tapleikur Barcelona í röð en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Greinilegt er að kamerúnska sóknarmannsins Samuels Eto"o er sárt saknað hjá Spánarmeisturunum. Næsti leikur liðsins er gegn Recreativo Huelva um næstu helgi og er það algjör skylda fyrir það að landa sigri þar. Valencia jafnaði Barcelona að stigum um helgina en bæði lið hafa sextán stig á toppi deildarinnar. Sevilla hefur fimmtán stig og svo koma Real Madrid og Deportivo La Coruna með fjórtán. Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Það var sannkallaður risaslagur í spænska boltanum í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona og bar sigur úr býtum, 2-0, í skemmtilegum knattspyrnuleik. Madrídingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Santiago Bernabéu en þeir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar gulldrengurinn Raul skoraði. Hitt markið kom þegar sex mínútur voru búnar af seinni hálfleik en þá var það hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem náði að skora eftir sendingu frá brasilíska leikmanninum Robinho sem átti stórleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga í deildinni á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er Real Madrid aðeins tveimur stigum á eftir þeim. Eiður Smári Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Barcelona og fékk hann dauðafæri til að jafna metin eftir fyrsta mark heimamanna. Lionel Messi renndi þá boltanum á Eið sem var í draumafæri sóknarmannsins en hitti ekki rammann og skot hans framhjá. Real Madrid byrjaði leikinn mun betur og Raul átti sláarskot snemma leiks. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Barcelona að komast inn í leikinn og var betra liðið fram að hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins fékk það síðan blauta tusku í andlitið þegar Nistelrooy bætti öðru marki við fyrir Madrídinga og brekkan orðin ansi brött fyrir gestina. Eiður var tekinn af leikvelli þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Argentínumaðurinn Javier Saviola kom inn á fyrir hann. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fékk Messi gott færi til að minnka muninn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Strax á eftir fengu heimamenn færi hinumegin en þá varði Victor Valdez vel frá Nistelrooy. Sá hollenski lét lítið á sér bera í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var hann nánast allt í öllu í sóknarleik Real liðsins. Góð tíðindi fyrir liðið að hann sé að hrökkva í gang eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu. David Beckham kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins viðurkenndi það í viðtali í gær að vera orðinn frekar pirraður á bekkjarsetunni hjá Real Madrid. Beckham var sparkað úr enska landsliðshópnum þegar Steve McClaren tók við liðinu og hefur lítið fengið að spila hjá Real síðan Fabio Capello tók við stjórnartaumunum. Það fer virkilega í taugarnar á mér sem fótboltamanni að vera hvorki að spila fyrir þjóð mína né félagslið. Ég vil ekki enda minn feril sem varamaður, sagði Beckham en þrátt fyrir að vera geymdur á varamannabekknum er hann að ræða við Real Madrid um nýjan samning. Þetta er annar tapleikur Barcelona í röð en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Greinilegt er að kamerúnska sóknarmannsins Samuels Eto"o er sárt saknað hjá Spánarmeisturunum. Næsti leikur liðsins er gegn Recreativo Huelva um næstu helgi og er það algjör skylda fyrir það að landa sigri þar. Valencia jafnaði Barcelona að stigum um helgina en bæði lið hafa sextán stig á toppi deildarinnar. Sevilla hefur fimmtán stig og svo koma Real Madrid og Deportivo La Coruna með fjórtán.
Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira