Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit 19. nóvember 2006 07:15 „Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim." Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim."
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira