Aðgerðastarf Heimildamyndin Sófakynslóðin eftir Áslaugu Einarsdóttur og Garðar Stefánsson var frumsýn við góðar viðtökur í Háskólabíói í gær. Myndin fjallar um aktivisma á Íslandi og hvað fólk getur gert til að vinna að hugsjónum sínum.
Garðar segir hugtakið aktivisma hafa fengið nokkurs konar viðurkenningu með þessari fjölsóttu frumsýningu. „Aðgerðarstarf hefur haft neikvæða ímynd á sér og það er eitthvað sem verður að berjast gegn. Aktivistar er einfaldlega það fólk sem vill láta skoðun sína heyrast og þetta er ört stækkandi hópur,“ segir Garðar.