Von er á stórum hópi erlendra fjölmiðlamanna til landsins í næsta mánuði vegna 20 ára afmælis leiðtogafundar Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatstjovs hér á landi. Eins og greint hefur verið frá kemur Gorbatsjov til landsins þar sem hann mun flytja hátíðarfyrirlestur í Háskólabíó þann 12. október þegar nákvæmlega 20 ár eru frá fundi leiðtoganna í Höfða. Það er fyrirtækið Concert sem stendur að komu sovétleiðtogans fyrrverandi til landsins. Meðal erlendra miðla sem sýnt hafa afmæli áhuga eru CNN og CBS.
Erlendir miðlar sýna afmæli leiðtogafundar áhuga

Mest lesið


Ingvar útskrifaður úr meðferð
Innlent


Fínasta grillveður í kortunum
Innlent


Litla kaffistofan skellir í lás
Innlent



