Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu 6. september 2006 07:45 Sextán ára árásarmaður stakk kunningja sinn í bakið og skildi hnífinn eftir standandi úr bakinu á honum. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild og hafði hann þá náð hnífnum úr sjálfur. Sextán ára pilturinn sat ásamt 28 ára kunningja sínum í bifreið hins síðarnefnda við Skautasvellið í Laugardal um eittleytið í fyrrinótt, þegar þeim sinnaðist með þeim afleiðingum að pilturinn dró upp hníf og réðst á félaga sinn. Pilturinn stakk manninn í bakið og skildi við hnífinn standandi úr sárinu. Því næst forðaði árásarmaðurinn sér út úr bifreiðinni hafði sig á brott á hlaupum. Fórnarlambið ók þá sem leið lá á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en tókst að ná hnífnum úr bakinu á sér á leiðinni á bráðamóttökuna. Þegar þangað var komið hafði maðurinn misst mikið blóð en var ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þar var gert að sári mannsins og var hann útskrifaður stuttu síðar. Samkvæmt vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans var áverki mannsins ekki lífshættulegur. Stungusárið var ofarlega á bakinu við herðablað og töluvert djúpt en fjarri helstu líffærum og því var maðurinn ekki í bráðri lífshættu. Fórnarlambið gat gefið lögreglu upplýsingar um dvalarstað árásarmannsins og var hann handtekinn í nágrenni við heimili sitt í austurhluta höfuðborgarinnar stuttu síðar. Veitti hann að sögn lögreglu enga mótspyrnu við handtökuna. Pilturinn var færður í fangageymslur en ekki yfirheyrður fyrr en seinnipartinn í gær. Lögregla neitaði að gefa upp hvort pilturinn hefði verið í annarlegu ástandi þegar lögregla hafði uppi á honum. Að sögn lögreglu hefur hvorugur mannanna komið við sögu lögreglu áður og þeir eru ekki skyldir. Málið er í rannsókn ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Sextán ára pilturinn sat ásamt 28 ára kunningja sínum í bifreið hins síðarnefnda við Skautasvellið í Laugardal um eittleytið í fyrrinótt, þegar þeim sinnaðist með þeim afleiðingum að pilturinn dró upp hníf og réðst á félaga sinn. Pilturinn stakk manninn í bakið og skildi við hnífinn standandi úr sárinu. Því næst forðaði árásarmaðurinn sér út úr bifreiðinni hafði sig á brott á hlaupum. Fórnarlambið ók þá sem leið lá á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en tókst að ná hnífnum úr bakinu á sér á leiðinni á bráðamóttökuna. Þegar þangað var komið hafði maðurinn misst mikið blóð en var ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þar var gert að sári mannsins og var hann útskrifaður stuttu síðar. Samkvæmt vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans var áverki mannsins ekki lífshættulegur. Stungusárið var ofarlega á bakinu við herðablað og töluvert djúpt en fjarri helstu líffærum og því var maðurinn ekki í bráðri lífshættu. Fórnarlambið gat gefið lögreglu upplýsingar um dvalarstað árásarmannsins og var hann handtekinn í nágrenni við heimili sitt í austurhluta höfuðborgarinnar stuttu síðar. Veitti hann að sögn lögreglu enga mótspyrnu við handtökuna. Pilturinn var færður í fangageymslur en ekki yfirheyrður fyrr en seinnipartinn í gær. Lögregla neitaði að gefa upp hvort pilturinn hefði verið í annarlegu ástandi þegar lögregla hafði uppi á honum. Að sögn lögreglu hefur hvorugur mannanna komið við sögu lögreglu áður og þeir eru ekki skyldir. Málið er í rannsókn ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.
Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira