Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari 6. september 2006 07:15 Bryndís Hlöðversdóttir Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að slípa þessar reglur til. Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira