Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool 20. desember 2006 00:01 Messi er framtíðarmaður hjá argentínska landsliðinu og spænska stórliðinu Barcelona, sem hann er samningsbundinn til 2014. nordicphotos/getty images Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira