Ástandið er erfitt fyrir alla 30. nóvember 2006 05:00 Ziad Amro er staddur hér á landi til að ræða stöðu fatlaðra í Palestínu, en sífellt fleiri Palestínumenn slasast vegna aðgerða Ísraelshers á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, en lítið er um stuðning og úrræði þeim til handa. MYND/Hörður Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30. Erlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30.
Erlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent