Tíu milljarða aukning útgjalda 24. nóvember 2006 01:30 Í breytingartillögum fjárlaganefndar að fjárlagafrumvarpi er lagt til að tekjuafgangur ríkissjóðs minnki um sex og hálfan milljarð frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi 2007 sem lagt var fyrir Alþingi í október. Hagfræðingum atvinnulífs og banka líst ekki á blikuna. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði rúmum þremum milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu frá því í haust og því rúmir 376 milljarðar. Fjárveitingar eru hins vegar auknar og er því gert ráð fyrir því að um níu milljarða króna tekjuafgangur verði í stað 15,5 milljarða. Alls er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs aukist um tæpa tíu milljarða frá því sem gert var ráð fyrir í haust. Mesta aukning fjárveitinga eftir ráðuneytum er til menntamálaráðuneytisins, um 1,7 milljarðar króna. Þá eru fjárheimildir auknar um rúman einn og hálfan milljarð í heilbrigðisráðuneytinu þar sem jafnframt má finna mestu breytinguna á einstökum útgjaldalið frá upphaflega frumvarpinu. Lagt er til að einum milljarði króna verði veitt aukalega til að styrkja rekstrargrunn Landspítala - háskólasjúkrahúss, eins og það er orðað í tillögum fjárlaganefndar. Ástæðan er sögð sú að kostnaður við rekstur spítalans hafi aukist umtalsvert og einnig hafi starfsemi hans aukist. Í aðeins einu ráðuneyti er gert ráð fyrir lægri fjárheimildum í endurskoðaða frumvarpinu, félagsmálaráðuneytinu, þar sem fjárveitingar lækka um rúmar níu hundruð milljónir. Munar þar mestu um bættar horfur á vinnumarkaði, en útgjöld vegna atvinnuleysisbóta miðuðust við 2,3 prósenta atvinnuleysi, en nú er gert ráð fyrir 1,9 prósentum. Útgjöld vegna atvinnuleysistryggingasjóðs lækka því um 820 milljónir.Aukin gjöldEf einstaka útgjaldaliðir eru skoðaðir kemur í ljós að brottför bandaríska hersins munar nokkru. Í kostnað vegna reksturs gömlu hersvæðanna við Keflavíkurflugvöll fara 280 milljónir króna. Landhelgisgæslan fær 230 milljónir aukalega til að efla þyrlusveit sína og öryggismálanefnd forsætisráðuneytisins fær 16 milljónir svo „fjallað verði um öryggi Íslands á breiðum grundvelli".Til starfsemi stjórnmálaflokka fara 130 milljónir, svo þeir megi halda uppi svipaðri starfsemi og þeir gera nú, eftir að þak verður sett á fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja. Þá er ætlunin að leggja fram 15 milljónir króna vegna endurnýjunar á fartölvubúnaði þingmanna.Aukaframlag til Háskóla Íslands verður 300 milljónir og Kvikmyndasjóður fær 123 milljónir aukalega frá því sem áður var gert ráð fyrir. Einnig skal 100 milljónum veitt til íslenskukennslu fyrir útlendinga, en færni í málinu er skilyrði fyrir ríkisborgararétti. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands aukast samkvæmt endurskoðuðu frumvarpi um tæpa 141 milljón og framlög til Húsafriðunarsjóðs um 135 milljónir sem deilast niður á rúmlega 40 verkefni.Minna aðhaldNái breytingartillögurnar fram að ganga verður tekjuafgangur ríkissjóðs innan við 1 prósent af vergri landsframleiðslu næsta árs, en í fyrra var hann um 6 prósent. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að breytingarnar endurspegli minna aðhald í ríkisfjármálum„Ójafnvægið og þenslan er mikil í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir," segir Jón Bjarki og bendir á að 800 milljónir séu dregnar út úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem hljóti að þýða að ráð sé gert fyrir áframhaldandi þenslu. Því skjóti skökku við að ríkið auki einnig útgjöld sín.Ótrúverðug kosningafjárlögÍ fjárlagafrumvarpinu er ekkert gert til að taka á kerfisbundinni útgjaldaþenslu ríkissjóðs og nýju breytingartillögurnar miða í sömu átt, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.Þetta eru kosningafjárlög sem byggja á veikum grunni. Menn leggja meiri áherslu á ásýnd fjárlaganna en innihald og til þess að fá ásættanlegar niðurstöðutölur, beita menn flötum niðurskurði og reiknikúnstum í stað þess að taka á útgjaldavanda ríkissjóðs. Með þeim tillögum sem nú liggja fyrir þingi er verið að auka útgjöld um 9,5 milljarða og draga þannig úr tekjuafgangi. Þetta veldur áhyggjum. Ef ég man rétt þá líkti seðlabankastjóri fjármálaráðherra við jólasvein og mér sýnist á öllu að hann ætli að reyna að standa undir því viðurnefni," segir Ólafur Darri. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Í breytingartillögum fjárlaganefndar að fjárlagafrumvarpi er lagt til að tekjuafgangur ríkissjóðs minnki um sex og hálfan milljarð frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi 2007 sem lagt var fyrir Alþingi í október. Hagfræðingum atvinnulífs og banka líst ekki á blikuna. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði rúmum þremum milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir í frumvarpinu frá því í haust og því rúmir 376 milljarðar. Fjárveitingar eru hins vegar auknar og er því gert ráð fyrir því að um níu milljarða króna tekjuafgangur verði í stað 15,5 milljarða. Alls er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs aukist um tæpa tíu milljarða frá því sem gert var ráð fyrir í haust. Mesta aukning fjárveitinga eftir ráðuneytum er til menntamálaráðuneytisins, um 1,7 milljarðar króna. Þá eru fjárheimildir auknar um rúman einn og hálfan milljarð í heilbrigðisráðuneytinu þar sem jafnframt má finna mestu breytinguna á einstökum útgjaldalið frá upphaflega frumvarpinu. Lagt er til að einum milljarði króna verði veitt aukalega til að styrkja rekstrargrunn Landspítala - háskólasjúkrahúss, eins og það er orðað í tillögum fjárlaganefndar. Ástæðan er sögð sú að kostnaður við rekstur spítalans hafi aukist umtalsvert og einnig hafi starfsemi hans aukist. Í aðeins einu ráðuneyti er gert ráð fyrir lægri fjárheimildum í endurskoðaða frumvarpinu, félagsmálaráðuneytinu, þar sem fjárveitingar lækka um rúmar níu hundruð milljónir. Munar þar mestu um bættar horfur á vinnumarkaði, en útgjöld vegna atvinnuleysisbóta miðuðust við 2,3 prósenta atvinnuleysi, en nú er gert ráð fyrir 1,9 prósentum. Útgjöld vegna atvinnuleysistryggingasjóðs lækka því um 820 milljónir.Aukin gjöldEf einstaka útgjaldaliðir eru skoðaðir kemur í ljós að brottför bandaríska hersins munar nokkru. Í kostnað vegna reksturs gömlu hersvæðanna við Keflavíkurflugvöll fara 280 milljónir króna. Landhelgisgæslan fær 230 milljónir aukalega til að efla þyrlusveit sína og öryggismálanefnd forsætisráðuneytisins fær 16 milljónir svo „fjallað verði um öryggi Íslands á breiðum grundvelli".Til starfsemi stjórnmálaflokka fara 130 milljónir, svo þeir megi halda uppi svipaðri starfsemi og þeir gera nú, eftir að þak verður sett á fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja. Þá er ætlunin að leggja fram 15 milljónir króna vegna endurnýjunar á fartölvubúnaði þingmanna.Aukaframlag til Háskóla Íslands verður 300 milljónir og Kvikmyndasjóður fær 123 milljónir aukalega frá því sem áður var gert ráð fyrir. Einnig skal 100 milljónum veitt til íslenskukennslu fyrir útlendinga, en færni í málinu er skilyrði fyrir ríkisborgararétti. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands aukast samkvæmt endurskoðuðu frumvarpi um tæpa 141 milljón og framlög til Húsafriðunarsjóðs um 135 milljónir sem deilast niður á rúmlega 40 verkefni.Minna aðhaldNái breytingartillögurnar fram að ganga verður tekjuafgangur ríkissjóðs innan við 1 prósent af vergri landsframleiðslu næsta árs, en í fyrra var hann um 6 prósent. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að breytingarnar endurspegli minna aðhald í ríkisfjármálum„Ójafnvægið og þenslan er mikil í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir," segir Jón Bjarki og bendir á að 800 milljónir séu dregnar út úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem hljóti að þýða að ráð sé gert fyrir áframhaldandi þenslu. Því skjóti skökku við að ríkið auki einnig útgjöld sín.Ótrúverðug kosningafjárlögÍ fjárlagafrumvarpinu er ekkert gert til að taka á kerfisbundinni útgjaldaþenslu ríkissjóðs og nýju breytingartillögurnar miða í sömu átt, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.Þetta eru kosningafjárlög sem byggja á veikum grunni. Menn leggja meiri áherslu á ásýnd fjárlaganna en innihald og til þess að fá ásættanlegar niðurstöðutölur, beita menn flötum niðurskurði og reiknikúnstum í stað þess að taka á útgjaldavanda ríkissjóðs. Með þeim tillögum sem nú liggja fyrir þingi er verið að auka útgjöld um 9,5 milljarða og draga þannig úr tekjuafgangi. Þetta veldur áhyggjum. Ef ég man rétt þá líkti seðlabankastjóri fjármálaráðherra við jólasvein og mér sýnist á öllu að hann ætli að reyna að standa undir því viðurnefni," segir Ólafur Darri.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira