Almenn lögregla á ekki að bera byssur 2. nóvember 2006 06:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni ræddu um vopnaburð lögreglunnar á þingi í gær. MYND/Valli Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara. Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara.
Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira