Innlent

2b ehf. greiði vangreidd laun

Starfsmannaleigan 2b ehf. hefur verið dæmd til að greiða tólf Pólverjum sem komu til starfa á Kárahnjúkum haustið 2005 vangreidd laun og flugfarseðil til Póllands. Þá kveður dómurinn upp úr með að starfsmannaleigunni hafi verið óheimilt að draga frá útlagðan kostnað.

Dómarnir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Austurlands í gær. Í dómunum kemur fram að starfsmannaleigan 2b skuli greiða um og yfir 250-300 þúsund krónur á mann ásamt dráttarvöxtum. Þá er starfsmannaleigan dæmd til að greiða málskostnað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.