Fótbolti

Vill burt frá Stoke City

Hannes Þ. Sigurðsson
Hannes Þ. Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann.



"Hér fæ ég lítið að spila og því vil ég komast til félags þar sem ég fæ að spila fótbolta. Um það snýst heila málið," sagði Hannes í gær. Hann vissi af áhuga einhverra liða, ekki bara í Noregi. "Ég býst þó ekki við að ég fari aftur til Noregs," sagði Hannes sem lék með Viking áður en hann hélt til Englands. Tony Pulis er knattspyrnustjóri Stoke City.



Heimildir Fréttablaðsins herma að Molde hafi gert Stoke tilboð í síðustu viku og nú sé Frederikstad að bera víurnar í Hannes.- esá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×