Gæðum ábótavant 23. ágúst 2006 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Það er alltaf mikill fengur fyrir okkur sem stuðlum að stefnumótun og eflingu menntakerfisins að fá úttekt utanaðkomandi því glöggt er gests augað,“ segir Þorgerður, en ekki hefur verið gerð slík könnun áður hér á landi. MYND/Pjetur Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira